Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 apríl 2005

Assgoti er ég að verða góð í tímastjórnun. Ég er hætt að ganga með klukku og samt kláraði ég tímastjórnunarnámskeiðið sem ég var með áðan nákvæmlega 15 mínútum áður en það átti að klárast. Geri aðrir betur ha... Nú þarf ég bara að klára eitt námskeið enn og þá er ég í góðum málum...

Molinn heimsótti mig í gær. Hann er búinn að koma sér upp ágætum venjum: Hann kemur á fullu inn um dyrnar og rífur af sér fingraMETTLINGANA sem hann neitar að yfirgefa húsið án, sparkar af sér stígvélunum sem aldrei slíku vant voru ekki í gimmó (hét krummi á mínum æaskuárum en það er svo langt síðan og íslenskan óðum að breytast) grípur fiskamatinn og skutlar slatta í búrið (og ef frænkuómyndin er ekki snögg að koma með lokið þá fer önnur gusa) skellir lokinu á og setur boxið á bak við fiskabúrið, snýr sér við byrjar að toga af sér fötin, hleypur inn í svefnherbergi bendir á eina skúffu og heimtar bolu og gokka. í gær var bolasafnið eitthvað fátæklegt þannig að hann endaði í bol af frúnni með mynd af Emily from the nightmares diary á maganum. Hann uppástóð að þetta væri mynd af mömmu hans. Hvað hún var þá að grafa er ég ekki viss því Emily er með skólfu og í fjarska sjást legsteinar!!!!! Hann er sætur drengurinn kominn í síðan svartan bol eins og smápönkari með legsteinaáráttu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger