Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 apríl 2005

Ég er enn haldin bloggleti. Held að ég sé fötluð í bloggfingrunum. Annars hringdi presturinn fyrir allar aldir í morgun og rukkaði fyrir giftinguna. Hann er eflaust orðinn blankur því ég held hann hafi verið að ferma í gær. Er nú að safna upp í kostnað því eins og allir vita eru fermingar dýrar! Annars var ég að gefast upp á að heyra frá honum því ég var búin að leggja skilaboð til hans fyrir löngu að ég vissi ekki hvert ég ætti að borga og hvað mikið. Mér léttir mikið að þurfa ekki að hafa þetta lengur á sálinni. Væri ekki gaman að drepast óvænt í bílslysi eða eitthvað og vera neitað um himnavist af því mar skuldaði útsendara himnaföðursins!!!!!!

Annars fórum við Skakki á þess ljómandi fínu myndlystarsýningu á laugardag, hjá Jóhannesi Dagssyni. Sýningin heitir Endurheimt og er sambland olíumálverka og gamalla ljósmynda. Brilljant alveg en eins og alþjóð veit er ég mjög hrifin af slíku samkrulli. Er að hugsa um að gerast listamaður í næsta career. Sagði Skakka að drífa sig að kaupa bílskúrinn fyrir okkur. Hann ætlar að fúska við bíla og ég myndir. Svona samkrull er þekkt í minni fjölskyldu en í Svíþjóð sýður bróðirinn rör meðan mágkonan aflimar lappir og svoleiðis (eða þannig sko)!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger