Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 apríl 2005

Í morgun stóð ég fyrir utan vinnustaðinn í íþróttafötum þegar liðið var að mæta til vinnu. Aðspurð hvað ég væri að gera tilkynnti ég öllum að ég hefði komið hlaupandi úr sveitinni og hefði ákveðið að stoppa þarna til að ALLIR hinir gætu dáðst að dugnaðnum. Raunverulega ástæðan var ekki svona flott. Ég var að bíða eftir MAB til að lána henni videovélina og var að klára æfinguna þegar hún hringdi og sagðist vera að koma. En þetta leit vel út. Margir fengu samviskubit haha

Í gærkvöldi var ég að tala í símann við Súpuna og Molinn vildi fá símann. hann tók símann og sagði "Hæ sæta" Ég skal sko segja ykkur það. Gamalt frænkuhjarta klökknar við svona kveðju frá 2 og hálfs árs frændstaulanum. Þetta er örugglega ítalska arfleiðin hans. Íslenskir kallar eru ekki alveg svona borubrattir í símann svona að öllum jafnaði (nema Skakki auðvitað)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger