Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 október 2004

Ég eyddi gærkvöldinu með sænsku nýbúunum sem eru hér staddir. Börnin er yndisleg eins og öll börn sem eru mér skyld og mér þykir verst að vera ekki nær þeim svona dagsdaglega. Ekki er hinsvegar víst að þeim þyki það slæmt ;)

Fór líka á fund með tveimur kennurum í gær og voru þeir ekki á eitt sáttir með ritgerðina mína alræmdu. Umsjónarkennarinn minn er á því að ég sé að skrifa um eitthvað sem er ekki neitt neitt á meðan hinn kennarinn er á því að ég sé að skrifa hið merkasta rit. Hmm og hvað gerir maður þá? Ég byrja sem sagt aftur þar sem frá var horfið og mun reyna að henda mér í rannsóknina alveg á fullu. Lífið er sem sagt ekki búið heldur mun halda áfram.

Áðan fór ég svo og heimsótti Dóróþý vinkonu mína og keypti af henni einar ónýtar gallabuxur sem ég mun verða glæsileg í heima á síðkvöldum við sjónvarpið. Verst að ég missti af eina þættinum sem ég horfi á í vikunni...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger