Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 október 2004

Hreinlætisæði frh
Talandi um hreinlætisæði þá er vert að segja frá því að ég þoli ekki skítugar kaffikönnur. Ég drekk ekki kaffi og er alltaf að þrífa skítugar könnur sem kaffiþyrstir eigendur virðast ekki vera neitt að spá í. Í kennslustofunni þar sem ég held virðuleg námskeið annaðslagið er svona kanna og enginn þrífur hana nema ég. Sem er svo sem allt í lagi mér er alveg sama ef ég hef nógan tíma.

En í morgun var ég í tímaþröng og ég greip könnudrusluna og brunaði eftir vatni til að hella upp á fyrir kaffiþyrsta nemendur mína. Ég skelli könnunni á borðið í litla eldhúsinu hjá tölvudeildinni og tek til við að athafna mig. Þegar ég helli úr könnunni er kaffið sjóðheitt. Ég verð hissa.. hmm skrítið hvað hún heldur heitu lengi.. bara yfir alla helgina. Spái ekkert meira í það en þegar ég lít í könnunna er hún svört að innan af gömlu kaffi. Andskotinn hvað ég verð fúl, ég er nýbúin að þrífa þessa könnudruslu og ég hef engan tíma í þetta núna. Ég get samt ekki hellt upp á svona skítuga könnu þannig að ég tek til við að þrífa. Gusast áfram alveg. Birtist þá ekki einn tölvunördinn til að fá sér kaffi. Hann snýst í nokkra hringi og tuðar "Hvar er kaffikannan? Hver hefur tekið könnuna?"

Ég lít upp þar sem ég stend sveitt og þvæ könnuna mína og að mér læðist óljós grunur. Ég lít til vinstri og já.. stendur ekki könnudruslan mín þarna við hliðina á mér full af kaffinu frá því fyrir helgi og ég búin að hella niður nýa kaffinu fyrir tölvunördunum OG þrífa könnuna þeirra. Og ég var í tímaþröng. Ég mátti auðvitað hella upp á aftur fyrir þá og hella upp á fyrir mitt fólk líka....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger