Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 september 2004

Þetta er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá mér. Í dag var ég mætt fyrst upp í Háskóla. Bíllinn minn var eini bílinn á stæðinu í langan tíma enda var ég bara 12 mín að keyra þetta í morgun. Mér leið samt eins og ég væri ein í heiminum og eitt andartak datt mér í hug að það væri sunnudagur og ég misreiknað mig, en komst yfir þá hugsun þegar næsti bíll lagði við hliðina á mér og það reyndist vera nágrannakona mín af næsta bæ í sveitinni minni. Við erum saman í verkefni og erum báðar útúr stressaðar í þessari umferð sem sýnir það að við erum mættar klukkutíma áður en stofnunin opnar eða þannig!

Skakki er farinn að undirbúa för sína af landi brott en hann er að fara til Færeyja með nýju fínu vélina sína. Hann ætlar að vera þar með hléum í nokkrar vikur. Hann gerir þetta svo ég fái tíma til að læra. Ekki allir menn sem eru svona góðir, sumir fara bara í heimsóknir til vina sinna en ekki Skakki. Hann gerir alltaf hlutina eins vel og hann getur og því fer hann af landi brott. Það versta við þetta er að þá hef ég ekki nokkra afsökun til að slugsa buhuhu

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger