Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 september 2004

Það er komið haust. Alla vega er það svo í sveitinni þar sem ég á heima. Nú hef ég þurft að skafa bílinn minn tvo daga í röð og ég var og er EKKI tilbúin í svoleiðis verk. Í morgun skóf ég samviskusamlega allar rúður á bílnum og settist svo upp í minn fagra sportbíl og keyrði í 42 mínútur áður en ég steig úr bílnum við Háskóla Íslands. Segi og skrifa 42 mín!!!!!

Ég er farin að fíla mig eins og ég búi í útlöndum, sit með kaffi mér við hlið í pappaboxi með loki, set maskarann á mig með hægri hendinni um leið og ég nota hina hendina til að hræra í kaffinu. Í tækinu er hljóðspóla með erlendu tungumáli sem ég er að læra og reglulega endurtek ég samviskusamlega "je suis..." eða "mi casa tu casa" (er ekki komin svo langt að læra hvernig á að skrifa þessi tungumál)! Hanskahólfið er opið og þar eru naglalakksgræjurnar sem ég nota um leið og kaffið er búið. Þegar ég loksins kemst á leiðarenda er ég glæsileg að vanda, vel máluð um augu og varir, neglurnar glæsilegar, búin að innbyrða minn skammt af kaffi og er langt komin með að læra tvö erlend tungumál.

Verst ég drekk ekki kaffi og erlend tungumál eru ekki á dagskránni fyrr en eftir að öllu hinu lýkur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger