Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 apríl 2004

Bissý dagur framundan!

Ætluðum að gera við hjólin okkar og ætluðum líka að fara að skoða nýjan bíl. Minn bíll er nefnilega búinn að fá andlátstilkynningu sem er mjög fúlt því nýr bíll kostar óhjákvæmlega PENINGA!

Í dag er líka tiltektardagur í virðulegum garði við húsnæði okkar hr. meinvills. Það á að klippa tré og allt þetta sem garðvinum finnst skemmtilegt. Mér leiðast hinsvegar garðstörf en verð að hunskast út. Hinsvegar er svona snjófjúk í loftinu og ég er að vona að það verði til þess að öllu sé frestað.

Fór á nornafund í gær og það var mjög gaman. Fékk fína spá og nornirnar dáðust mjög að nýju töskunni minni sem er líkkista! Líkkistan á að geyma tarotspilin sem ég þarf að fara að vera duglegri að skoða. Ég sýndi þeim líka dagbókina sem martraðirnar eiga að fara í (Emilys nightmare diary). Það eina er að mig dreymir ekki mjög oft og fæ enn sjaldnar martraðir en ég gæti haft eitthvað annað í þessari fínu martraðarbók, eins og t.d. spár þessa árs. Það er sko alveg nauðsynlegt að hafa þær í fínni bók

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger