Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 apríl 2004

Ég er búin að finna tilgangslausasta starf sem til er!

Það er að finna í Lundúnaborg og það er fullt af fólki að vinna við það! Fullt af fólki! Og á öllum aldri af báðum kynjum!

Þetta fólk stendur grafkyrrt á götuhorni og styður við spjald. Á spjaldinu stendur:

GOLF SALE og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

SUBWAY og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

PIZZA HUT og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

Stundum stendur nafn á einhverjum kínverskum veitingastað.

Eitt skipti sá ég skilti og engann mann. Ég fór og fékk mér kaffi á NEROS og þegar ég kom til baka var maðurinn kominn á sinn stað. Hafði þá bara farið í smá pásu.

Spáið í þessu, sem eruð að væla yfir leiðindastarfi. Það er held ég ekkert sem slær þetta út. Meira segja gaurarnir með bæklingana (flyers) virðast skemmta sér betur því þeir fá þó að tala í sínu starfi en skiltahaldararnir segja ekki neitt. Standa bara með skiltið sitt og aumingjasvip.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger