Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 mars 2004

Fólk sem bloggar er stundum að telja upp allt sem það þolir ekki. Það er alltaf skemmtilegt að lesa það sem aðrir þola ekki en ég er svo furðulega þenkjandi að þetta fékk mig til að hugsa um það sem ég dýrka og hér er listi yfir það sem fær mig til að taka kollhnís af gleði inní mér. Listinn er ekki raðaður eftir mikilvægisröð, heldur eftir því hvaða röð þau stukku í huga minn:
1. Fara að sofa eftir að búið er að skipta á rúminu. Það er ólýsanleg gleði og nautnatilfinning sem kemur upp hjá mér þegar ég leggst í rúmið mitt eftir að ég er búin að skipta á því.....
2. Fá nýja spennandi bók í hendurnar, sérstaklega ef hún er yfir 600 bls á þykkt... ólýsanleg tilfinning fyrir bókaorm að vita að það séu svona margar blaðsíður yfirfullar af orðum sem á eftir að lesa....úuuuuuuuuu
3. Koma heim og það er búið að elda.... það hefur eflaust komið fram hér hvað mér leiðast húsverkin þannig að þegar ég kem heim og það er búið að gera hluti sem ég reiknaði með að gera...frábær tilfinning...
4. Ferð í flugvél, sama hvert það er.... sjá skýin og sólina og svo jörðina undir.. þetta er ótrúleg sælutilfinning....
5. Að fá ís alveg óvænt mmmm.. ég elska ís, sérstaklega þegar ég á ekki von á honum......
6. Fyrsta brosið frá smábarni, merki um að það sé farið að þekkja mann... ég á nokkur frændsystkin á misjöfnum aldri og þessi tilfinning er alltaf sú sama..þegar viðkomandi barnundur fattar frænkuna og sendir fyrsta brosið..þetta er nóg til að ég brosi í marga daga....
7. Þegar náttúran býður upp á eitthvað óvænt, eitthvað sem maður á innilega ekki von á og stendur orðlaus og langar til að upplifa atburðinn aftur og aftur en vitandi að svona gerist ekki aftur.. svona tilfinningu fékk ég t.d. á Mýrunum í Borgarfirði í fyrra sumar þegar fuglaskarinn trylltist og hávaðinn var ólýsanlegur....og um daginn þegar við gengum á Kleifarvatni gegnfrosnu og það var hægt að skoða vatnsbotninn undir margra cm þykkum ísnum....
8. Fá smágjafir.. eitthvað sem kostar ekki mikið en er hrein hugulsemi frá þeim sem gefur gjöfina, þetta er alltaf jafn gaman
9. Að gefa smágjafir, eitthvað sem mar sér óvænt og veit að passar alveg fyrir þennan eða hinn.... og ef gjöfin hittir í mark.. þá er manni heitt um hjartað lengi á eftir..
10. Hugulsemi vinkvenna.. ég er svo heppin að eiga svooooo margar góðar vinkonur og það hættir aldrei að koma mér á óvart hvað þær eru góðar við mig.. og ég fæ svona heitt um hjartað og tár í augun og verð væmin og allt....(en gleymi svo oft að segja þeim það)..
11. Að koma heim og vita að það er einhver heima.. hafandi búið ein í langan, langan tíma þá verð ég alltaf jafn glöð þegar ég kem heim og það er einhver sem býður þar..

og núna ætla ég að fara að elda fyrir hann... klára listann seinna

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger