Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 mars 2004

Nauðsynjahlutir
Stundum fær mar kaupæði, þá er gott að vinna á vinnustað þar sem mar kemst bara engan veginn í búðir. Ég vinn á svoleiðis stað! EN það er búið að finna lausn á því...

KYNNINGAR!!

Í þessari viku er ég búin að fara á þrjár kynningar!

Kynning 1: Neminn minn mætti með glerlist eftir mömmu sína sem varð þess valdandi að ég fór heim og pakkaði öllu gamla draslinu mínu svo ég gæti komið þessu nýja fyrir. MJÖG flott alveg....

Kynning 2: Snyrtivörukynning þar sem vinkona Armour mætti og kynnti dýrindisvörur sem engar konur geta lifað án. T.d gel fyrir appelsínuhúð? Engin okkar sem var á kynningunni var með svoleiðis en við höfum auðvitað séð svona í leikfimi og svolleis þannig að við ákváðum að vera bara fyrirbyggjandi og leggja allt í forvarnir og keyptum allar sitthverja túpuna (þýðir ekkert að kaupa saman því við búum svo dreift).

Kynnirinn plataði líka inn á mig sérstöku meiki fyrir gamlar hrukkóttar konur. Mjög flott alveg, en þar sem ég hef ekki mikið af hrukkum náði hún að sannfæra mig um að þetta væri líka FYRIRBYGGJANDI!!!!!!! Fínt, nú á ég appelsínugel og hrukkdýrabana sem meik....

Kynning 3: Ýmis eldhúsáhöld. Ég keypti tvö!! Nýjan ostaskera handa hr, Meinvill (hann þarf að fá nýjan annað slagið) og svo keypti ég það nýjasta nýtt!!! Haldið ykkur nú fast!!!!

Ég keypti nefnilega sköfu til að skafa eitrið af tungunni sem myndast yfir nóttina. JAMM það er nefnilega til!!! Núna verð ég ekkert nema blíðan frá morgni til kvölds því ég næ eiturtungunni strax að morgni!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger