Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 mars 2004

Bókamarkaður
Í gær uppgötuðum við hjúin okkur til skelfingar að það var síðasti dagur his árlega bókamarkaðar. Úti var rigning dauðans og meðfylgjandi rok. Við ákváðum samt að hunskast af stað og ég fullvissaði hr. Meinvill um að það væri svo vont veður að við yrðum líkast til ein á markaðnum, allir hinir væru heima hjá sér í hlýjunni.

Ekki var það nú svo gott!

Þegar við mættum á staðinn voru öll bílastæði upptekin nema þau sem eru lengst í burtu og gangstéttir fullar af jeppabifreiðum hvers eigendur höfðu ekki nennt að labba langt og ekki hugsað út í aðra sem kannski mundu leggja langt frá og þyrftu að skakklappast á gangstéttinni.

Við létum þetta ekki á okkur frá, lögðum uppi í Breiðholti (næstum því) og hlaupum á rennblautu grasinu að dyrunum. Inni var mergð af fólki. Inni var VOND lykt!

Já, inni var sko vond lykt. Þetta var lykt af eldgömlum bókum sem er út af fyrir sig allt í lagi En.. þegar lagt er í púkkið lykt af blautum fötum sem eru að þorna og sveittu fólki sem líka er að þorna þá er lyktin hreinlega VOND.

Þegar ég var búin að labba hálfan hring var ég komin með í magann og gubbu í hálsinn. Sem harðsvíraður bókaormur þá náði ég að berja þetta niður og halda áfram. Rakst þá á hr.Meinvill sem lá hálfur yfir handrið og horfði döprum augum ofan í gosbrunninn. Eitt augnablik hélt ég að hann væri búinn að fá nóg og væri að hugsa um endalokin en hann var þá bara að reyna að ná sér í hreint loft!

Held að það hafi ekki virkað!

Sá hann nefnilega hengslast um án þess að skoða neitt með ég kláraði hálft borð í viðbót. Þá var ég búin að fá nóg og spurði hvort við ættum að fara.

Ég sá undir iljarnar á honum, hann var svo snöggur út. Mátti hafa mig alla við að ná bílnum þar sem hann fór í loftköstum niður brekkuna sem liggur frá Perlunni, eins gott ég er hlaupadrottning (!) og því vön að þurfa að flýta mér.

Við komum heim með bókina "þekkir þú hljóðin" á 299 krónur. Sama bók kostar held ég 350 í Hagkaup þannig að við hálfdrápum okkur í ógleði fyrir heila 51kr í sparnað!

og hana nú!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger