Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 febrúar 2003

SUGAN framhald:
Við keyptum ekki sugu!!!!!!!
Við keyptum ROBOT!!!!!!!
Hér eftir mun ég ráða hvaða heimilistæki við kaupum og ef það er skært á litinn þá verður það KEYPT!!!!!
Forsagan er sem sagt sú að í gær keyptum við eðalgrænu suguna og Haukurinn er búinn að horfa á hana á gólfinu í allan morgun (þeas kannski ekki allan þar sem við vöknuðum ekki fyrir alls löngu). En Haukurinn fór út að leita að stiga svo hans heittelskaða gæti þvegið gardínurnar í stigahúsinu (mig vantar verkefni) og nei ekki misskilja ég ætla ekki að nota stigann til að þvo gardínurnar heldur til að ná þeim niður því þær eru ekki miðaðar við konur úr minni ætt (háar, grannar og ljóshærðar) heldur öllu risavaxna karlmenn af ættum Súlumanna (þeir ku vera mjög háir) en til að gera langa sögu stuttu þá setti ég eðalgrænu suguna í samband þegar Haukurinn lokaði dyrunum og byrjaði að ryksjúga gólfin (eða það var ætlunin). Nú hálftíma síðar erum við, sugan eðalgræna og ég, búnar að slást um það hvort það eigi að vera lök á rúminu, skóreimar í skónum, gardínur fyrir gluggunum og motta á klósettinu. Henni var sérstaklega uppsigað við þennan litla ræfil sem við köllum klósettumottu og mátti ég hanga í henni og reyna að draga hana úr stútnum því um leið og sleppti þá reyndi hin eðalgræna suga að gleypa mottuna! Eftir sem sagt hálf´tíma þá er ég kófsveitt, íbúðin rykfrí og ekki sér á sugunni og hún stendur tilbúin í næsta verk (ætti ég kannski að siga henni á gardínurnar í stigahúsinu þá þarf ég ekki að þvo þær)..hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger