Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 febrúar 2003

Þá er ég búin að fara á minn fyrsta miðilsfund! Þetta var reynsla sem ekki mátti missa sín í mínu lífi það er alveg á hreinu. Hinsvegar held ég að fröken hraðspólun hérnamegin hafi ekki almennt mikið að gera á svona samkomur. Ekki misskilja mig, mér fannst mjög gaman en mikið svakalega var mér farið að leiðast undir það síðasta. Miðilinn var soldið spes (er eflaust hluti af gerfinu) en ég varð að passa mig allan tímann því mér fannst hann alveg út úr kú. Best að byrja bara á byrjuninni: Fundurinn hófst með eðlilegum hætti hann sagði okkur hvernig hann ynni (væri ekki svona "hopp út um allt miðill" heldur á rólegu nótunum). Fljótlega fór hann að benda á hina og þessa í salnum og segja að gamall maður eða gömul kona vildi tala við viðkomandi:
"þú átt föðurafa sem er farinn?"
"neiiii ekki kannast ég við það"
"ha áttu ekki föðurafa sem er farinn? en hann kallar sig afa, er þetta þá móðurafi þinn?? ha? ekki heldur? jæja þetta er samt gamall maður sem kallar sig afa"
Og síðan komu einhver skilaboð aðallega um það að fólkinu liði vel og svona. Allt besta mál en þá fór miðilinn að prédika svona inn á milli:
"ég vil ekki tala um dauðann, það deyr enginn! við erum bara í ferðalagi á jörðinni þannig að við förum bara annað"
jújú þetta er allt gott og blessað en þegar hann fór að færa sig upp á skaptið og prédika um það hvað fólk ætti að borða fannst mér þetta heldur langt gengið. Hann lét fólk draga spil og las síðan persónuleika þess úr spilinu sem fólkið dró. Honum var meinilla við að koma í hornið þar sem ég sat með kvenlegg ættar minnar (skil það ekki eins og við erum vænar og glæsilegar konur). Kannski var það vegna þess að hann var áður búinn að pikka út tvo menn úr horninu og þeir vissu ekkert um hvað hann var að tala, áttu ekki afa eða ömmur sem voru "farin", áttu heldur ekki í slæmu sambandi við syni sína og í stuttu máli sagt könnuðust ekki við neitt. Við það bættist að eflaust hefur hann fundið að ég var ekki alveg að fíla hann (gef mér það að maðurinn getað greint það þrátt fyrir að ég hafi ekki sýnt neitt í þá átt). Eftir að hafa næstum því stokkið á manninn og æpt af öllum lífs og sálarkröftum að mig langaði að draga spil fékk ég loks að draga eitt (ekki mamma og ekki gunnsan).
Ég dró örn! Var mikið glöð því enginn annar hafði dregið örn (snákar, hundar og mýs). En ég hreykti mér ekki lengi, hann sagði mér að ég þyrfti ekki að fljúga hátt til að sjá yfir allt. Ég hefði þurft að hafa heilmikið fyrir öllu sem ég hefði gert um ævina (???) og maka minn yrði ég sjálf að fara og finna því hann kæmi ekki sjálfur til mín! Halló halló hvers konar hörmungarspá er þetta????? Eins gott að Haukurinn lesi þetta ekki!!! Og svo til að kóróna allt sagði hann mér að ég ætti að borða fiskmeti og rótarávexti. Þá fóru þessir tveir eðalættingjar mínir að flissa eins og fífl (ég reyndi að sussa á þær út um annað munnvikið en það þýddi ekkert)! Haha þú átt að borða fisk og kartöflur haha
asnar!!
Ég borgaði sem sagt 1000 krónur til að vita að ég eigi að borða fisk (sem ég eri aldrei) og rótaávexti (kartöflur eru svo sem í lagi en ekki mikið annað)!!!!
Aniveis þetta var ekki allt! Miðilinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti sperrti út magann og sagði: "það er nú ekki algeng að menn á sextugsaldri eins og ég séu svona án þess að vera komnir með vömb, eru með sitt eigið hár og upprunanlegt stell í munninum". Hmmmm hvað kom okkur þessar fínu upplýsingar við? Ég er að vísu glöð fyrir hans hönd því það er leiðinlegt að vera fitubolla með gerfitennur og hárkollu (get að vísu bara talað sem fitubolla því hitt er í lagi sem betur fer). Hann sagði okkur líka aðvið ættum að heiðra jörðina okkar og dýrka guð okkar! ómægod!
Fólk fékk að koma með fyrisrspurnir til þeirra sem komu til þeirra:
"spurðu hana út í hringinn, sér hún hann?"
"hvernig fílar hann breytingarnar á húsinu"
en ég fékk nóg þegar spurningin um kveikjarann kom: "spurðu hann af hverju það hafi ekki kviknað á kveikjaranum í gamla húsinu"
Á þessum tímapunkti hallaði ég mér að gunnsunni og hvíslaði: "ég sé hjól, blátt kvenmannsreiðhjól". Og þá missti Gunnsan sig líka og við ákváðum að laumast út!
Minn fyrsti miðilsfundur er búinn!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger