Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 febrúar 2003

Ryksugumálin alræmdu:
Síðsutu helgi fórum við hjúin í ELKO að eyða tímanum (já ég veit við erum pathetic og eigum ekkert líf). Sem við væflumst um búðina komum við auga á stafla af ryksugum og mundum um leið að okkur vantar eina slíka því okkar dóu báðar með stuttu millibili (ekki alltaf kostur að eiga tvennt af öllu). Við byrjum að skoða af miklum móð og svaka áhuga. Þarna voru ryksugur í öllum litum og öllum verðflokkum. Ég verð að viðurkenna að hefði ég verið ein þá hefði ég gripið ódýrustu suguna og hlaupið með hana og greitt af mikilli gleði (og orðið mjög pirruð tveimur mánuðum síðar þegar hún hefði dáið af því hún var svo léleg, haukurinn er hinsvegar praktískari og pældi heilmikið í krafti, sogi, verði og samþættingu þessara þátta (jöfla hvað ég er flink)! Hann sá þarna fína sugu en ég var ekki sammála, nei fröken litaglöð sogaðist að einu sugunni í verslunninni (í raun eina tækið á svæðinu sem var í lit held ég) sem var neon græn á litinn. Þarna stóð ég í sugubúðinni með sólheimaglott og tautaði í sífellu "sjáðu hvað þetta er fallegt, sjáðu bara hvað hún er falleg". En Hauknum fannst hún samt ekki falleg þannig að við yfirgáfum búðina og keyptum enga sugu. Síðan er ég búin að staglast á fallegu ryksugunni sem ég sá í Elko, segja öllum frá henni og mikið dást að henni. Haukurinn auðvitað betri maður en ég, hann hringdi áðan og bað mig að fara og kaupa suguna..tralallala. nú þarf ég að setja upp skuplu, sígarettu í annað munnvikið, fara í háhæluðu inniskóna með blúnduskúfnum og byrja að ryksuga sameignina með NEONgrænu ryksugunni.........

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger