Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 nóvember 2006

Þá er búið að birta upplýsingar frá Kina fyrir nóvember mánuð. Við færumst nær í hænuskrefum eða ætti ég kannski að segja kríuskrefum því þau eru svo lítil. Í þetta sinn afgreiddu þeir 14 daga og náðu til 8. sept. Okkar dagur er 14 nóv. Enn eru því meira en tveir mánuðir sem þarf að fara yfir áður en þeir ná að okkur. það verður farið að birta úti áður en af þessu verður!

29 nóvember 2006

Ég hugsa að ég eignist ekki 100 snigla. Ég hugsa að þeir verði ekki einu sinni 50, það er jafnvel spurning hvort það nær því að verða einn! Málið er að þegar ógeðið fer að klekjast út þá hanga litlu sniglabörnin á ógeðinu í smástund og detta svo ofan í vatnið, og hvað gerist þá? Jú stóri fiskurinn heldur að þetta sé konfekt og kemur ÞJÓTANDI og gleypir þá. Ég horfði á þetta í morgun og það var alveg sama hvað ég hoppaði fyrir framan búrið til að reka hann frá konfektinu hann brosti bara og veifaði uggunum. Held hann sé mjög þakklátur fyrir að eiga svona góðan eiganda sem gefur honum ekki bara mat svo hann verði stór og feitur heldur líka bragðauka í formi franskra snigla.

27 nóvember 2006

Í gær var teiknuð af mér mynd. Það er langt síðan ég hef verið svona ánægð með mynd af mér:

26 nóvember 2006

Agalega þreytt þessa helgi. Ég er orðin svo óvön því að vera úti á lífinu kvöld eftir kvöld og ráðstefnur hægri og vinstri. Ráðstefnan sem ég sótti á laugardag var samt fín þó sumt sem þar fór fram var klárlega uppfyllingarefni að mínu mati. Er orðin svo krítísk á ráðstefnur í seinni tíð að ég verð að fá ofboðslega mikið út úr þeim til að þær fái fulla stjörnugjöf frá mér. Þessi var meira svona skemmtileg frekar en þarna kæmu fram mikið af upplýsingum (að undanteknum 2-3 erindum). Svona er lífið!

Fór í litla svarta kjólinn á laugardagskvöldið eftir að hafa fengið fyrirspurnir úr öllum áttum hvort ég hefði verið í honum á föstudag. Gat því ekki sleppt honum annað kvöldið í röð en get þó sagt Ösmunum að þær þurfi ekekrt að skammast sín að hafa mig með í för á jólahlaðborðið. Svona er mar orðinn góður með sig að undanförnu, hrósar sér sjálfur í gríð og erg og klappar á öxlina:SmileyCentral.com


Powered by Blogger