Agalega þreytt þessa helgi. Ég er orðin svo óvön því að vera úti á lífinu kvöld eftir kvöld og ráðstefnur hægri og vinstri. Ráðstefnan sem ég sótti á laugardag var samt fín þó sumt sem þar fór fram var klárlega uppfyllingarefni að mínu mati. Er orðin svo krítísk á ráðstefnur í seinni tíð að ég verð að fá ofboðslega mikið út úr þeim til að þær fái fulla stjörnugjöf frá mér. Þessi var meira svona skemmtileg frekar en þarna kæmu fram mikið af upplýsingum (að undanteknum 2-3 erindum). Svona er lífið!
Fór í litla svarta kjólinn á laugardagskvöldið eftir að hafa fengið fyrirspurnir úr öllum áttum hvort ég hefði verið í honum á föstudag. Gat því ekki sleppt honum annað kvöldið í röð en get þó sagt Ösmunum að þær þurfi ekekrt að skammast sín að hafa mig með í för á jólahlaðborðið. Svona er mar orðinn góður með sig að undanförnu, hrósar sér sjálfur í gríð og erg og klappar á öxlina:
Fór í litla svarta kjólinn á laugardagskvöldið eftir að hafa fengið fyrirspurnir úr öllum áttum hvort ég hefði verið í honum á föstudag. Gat því ekki sleppt honum annað kvöldið í röð en get þó sagt Ösmunum að þær þurfi ekekrt að skammast sín að hafa mig með í för á jólahlaðborðið. Svona er mar orðinn góður með sig að undanförnu, hrósar sér sjálfur í gríð og erg og klappar á öxlina: