Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 nóvember 2006

Ég hugsa að ég eignist ekki 100 snigla. Ég hugsa að þeir verði ekki einu sinni 50, það er jafnvel spurning hvort það nær því að verða einn! Málið er að þegar ógeðið fer að klekjast út þá hanga litlu sniglabörnin á ógeðinu í smástund og detta svo ofan í vatnið, og hvað gerist þá? Jú stóri fiskurinn heldur að þetta sé konfekt og kemur ÞJÓTANDI og gleypir þá. Ég horfði á þetta í morgun og það var alveg sama hvað ég hoppaði fyrir framan búrið til að reka hann frá konfektinu hann brosti bara og veifaði uggunum. Held hann sé mjög þakklátur fyrir að eiga svona góðan eiganda sem gefur honum ekki bara mat svo hann verði stór og feitur heldur líka bragðauka í formi franskra snigla.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger