Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 febrúar 2008

Ég fór í klippingu á föstudaginn sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi. Það sem er hins vegar hægt að færa í frásögu er rándýra sjampóið sem minn einka klippari seldi mér. Þetta er eðal flott í fullorðinsstærð af brúsum og hún fullyrti að þetta væri ROSA gott. Nema hvað, þetta er svona sléttunarsjampó og hárnæring. Hef nú svo sem ekki neina tröllatrú á svona fyrirbæri en ohmægod þetta virkar. Þetta virkar svo flott að ég þarf ekki að setja neitt sléttu þetta og sléttu hitt í ljótu hliðarkrullurnar mínar. Nú er hárið bara slétt og glansandi fínt. Það borgar sig stundum að kaupa dýrt!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger