Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 maí 2007

Ég er búin að labba svo mikið í maí mánuði að fæturnir á mér hafa styst um marga sentimetra, gengin upp að hnjám eins og það heitir. Ekki mega mínir glæsifætur neitt við því að styttast, þeir mega minnka að ummáli en ekki styttast!

Ég er annars að bíða eftir því hvað Kínverjarnir gera þennan mánuðinn. Fyrr í þessum mánuði komust þær sögur á kreik að von væri á að þeir afgreiddu margar, margar umsóknir þennan mánuðinn og við því næstum því örugglega kannski með. EN í þessari viku komu nýjar sögur sem voru verri og þær sögðu að það yrði óvenjulega lítið sem gerir það þá að verkum að við erum ekki einu sinni viss um að vera með í næsta mánuði. STUNA. Þetta ætlar að verða erfið fæðing. Það er búið að slá það út af borðinu að þetta sé eins og fílasmeðganga því fílar ganga með í styttri tíma en þessi meðganga hefur tekið. Nei núna erum við farin að slaga upp í litla svarta salamöndru sem ku vera það kvikyndi sem gengur með lengst allra dýra, eða svo er mér sagt. Ég man bara ekki hvað lengi það var enda ætla ég ekki að vera svo lengi... eða hvað?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger