Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 maí 2007

Þá er þessi fína langa helgi búin. Ég er hinsvegar hægt og örugglega að breytast í taugabúnt. Það er nú vika þangað til við vitum hvort við fáum upplýsingar um barnið okkar tilvonandi í næstu viku eða hvort við þurfum að bíða lengur. Ég er komin á það stig að ég get ekki hugsað og ég get ekki unnið. Ég hef enga einbeitingu og fólk sem ekki þekkir mig neitt mundi eflaust telja mig með athyglisbrest á háu stigi því ég flögra um allt án þess að geta stoppað við neitt. Ég verð orðin taugahrúga á sama tíma eftir viku. Maginn gerir uppsteit og hugurinn er óvirkur. Heil vika í þessu ástandi? Ómægod!!!

Við fengum góða gesti á laugardag en þá kom allur ferðahópurinn okkar nema ein fjölskylda til skrafs og ráðgerða. Við fórum í gönguferð upp í Valaból sem er rétt utan við Kaldársel og elduðum síðan asískan mat og töluðum og töluðum. Við erum öll að fara gjörsamlega yfir um á taugum og þó við vitum að sénsinn sé lítill á því að við séum með núna þá er samt séns og á honum höngum við með kjafti og klóm eins lengi og við getum.

Síðan var smíðanámskeið í gærkvöldi en þar mættu fáar en góðar konur. Ein kom beint úr messu, geri aðrir betur. Við hinar létum okkur nægja hennar frásögn af því hvað hefði verið gaman!!!! thihi

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger