Það er sko ekki beðið eftir Godot hér á þessum bæ! Nei við bíðum eftir sumrinu en síðasta vika er búin að bjóða okkur upp á meiri vetur en flesta aðra daga í vetur. Furðulegt. Vona bara að þetta verði til þess að allir geitungar drepist eins og gerðist hérna um árið þegar einhver kuldakafli drap þá alla..muhoooooo
Það er svo skemmtilegt að lesa blöðin suma daga og sjá hvað svokallaðir fjölmiðlamenn geta verið illa upplýstir og illa að sér. Einn segir í blaðinu í gær að hann skilji ekkert í því að Keilir (nýi skólinn á gamla varnaliðssvæðinu) bjóði upp á upplýsingatækni í námskránni, sérstaklega þegar hún samanstandi af grunnfögum í tölvu og interneti. Það viti jú allir á okkar tímum að það KUNNI ALLIR Á TÖLVUR. Einmitt, já einmitt. Ég segi nú bara við þennan góða mann... "líttu uppfrá skrifborðinu þínu og út úr þinni skrifstofu, það vinna ekki allir við tölvur eins og þú og þínir samstarfsmenn". Ef þessi fullyrðing hans væri sönn hvað í ósköpunum er ég þá að gera alla daga við að kenna fullorðnu fólki grunnþætti tölvu? Ég gæti unnið fulla vinnu bara við það eitt og ég er ekki að tala um "fullorðið fólk" sem fólk að nálgast eftirlaunaaldur. Nei ég er að tala um fólk upp úr 25 ára og eldri. Af hverju ætti manneskja sem vinnur ekki við tölvur, á kannski ekki einu sinni tölvu að kunna á hana? Fyrir suma er nóg að kunna að lesa MBL á netinu eða kunna að nota heimabanka. Ég þoli ekki svona grunnhyggnar yfirlýsingar sem benda til þess að við eigum öll að vera eins og öll að hafa áhuga á sömu hlutunum.
Það er svo skemmtilegt að lesa blöðin suma daga og sjá hvað svokallaðir fjölmiðlamenn geta verið illa upplýstir og illa að sér. Einn segir í blaðinu í gær að hann skilji ekkert í því að Keilir (nýi skólinn á gamla varnaliðssvæðinu) bjóði upp á upplýsingatækni í námskránni, sérstaklega þegar hún samanstandi af grunnfögum í tölvu og interneti. Það viti jú allir á okkar tímum að það KUNNI ALLIR Á TÖLVUR. Einmitt, já einmitt. Ég segi nú bara við þennan góða mann... "líttu uppfrá skrifborðinu þínu og út úr þinni skrifstofu, það vinna ekki allir við tölvur eins og þú og þínir samstarfsmenn". Ef þessi fullyrðing hans væri sönn hvað í ósköpunum er ég þá að gera alla daga við að kenna fullorðnu fólki grunnþætti tölvu? Ég gæti unnið fulla vinnu bara við það eitt og ég er ekki að tala um "fullorðið fólk" sem fólk að nálgast eftirlaunaaldur. Nei ég er að tala um fólk upp úr 25 ára og eldri. Af hverju ætti manneskja sem vinnur ekki við tölvur, á kannski ekki einu sinni tölvu að kunna á hana? Fyrir suma er nóg að kunna að lesa MBL á netinu eða kunna að nota heimabanka. Ég þoli ekki svona grunnhyggnar yfirlýsingar sem benda til þess að við eigum öll að vera eins og öll að hafa áhuga á sömu hlutunum.