Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 mars 2007

Þá eru komnir 16 mánuðir frá því umsóknin okkar var logguð inn í Kína. Þetta er heil ævi fyrir suma en styttri tími fyrir aðra.

Molinn svaf hjá okkur Skakka í nótt og við erum því frekar ósofin. Molinn var hinsvegar útsofinn og fínn. Við þurfum að fara að búa okkur eitthvað undir svefnmálin því það er ekki normal hvað við sofum bæði laust. Snáðinn svaf eins og engill en það heyrðist í honum og það var nóg. Ef ég næ ekki að laga þetta rugl fyrir fjölskyldustækkun þá skal ég segja ykkur að fjölskyldan verður áfram bara tveir því ég verð dauð úr svefnleysi áður en fyrsti mánuður er liðinn og Skakki því einstæður faðir!

Annars kveikti ég á vörutorginu í morgun. Afskaplega eru þetta brilljant þættir. Þarna var gaurinn að reyna að sannfæra mann um gagnsemi þess að eiga naglaásetningarvél til að geta alltaf litið vel út. Ætli Lýður sé búin að kaupa hana?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger