Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 mars 2007

Smíðanámskeið í gærkvöldi og það stóð til 23.30!!! Já read this and weep... bara fram eftir öllu kvöldi. Ég held að almennt hafi enginn þorað að fara heim af því ég skammaðist yfir síðasta námskeiði þegar allir nema einn fóru heim klukkan 22. Nú þorði engin að fara fyrst hehe enda lauk þessu á skemmtilegum nótum og ef við hefðum ekki hætt á þessari mínutu sem við hættum þá hefðum við látið Hrefnu logga upp tölvu svo við gætum pantað okkur miða í húsmæðraorlof til Döblin, eða Amsterdam eða bara til London með MAB. Hættum við þá ráðgerð þegar við gerðum okkur ljóst sjokkið sem Thor fengi er við birtumst allar í mótórhjólabúðinni og færum að hjálpa þeim að velja föt. Við erum nefnilega vænar konur svona innst inni. Vorum líka soldið hræddar um að það yrði erfitt að útskýra fyrir okkar öðrum helmingum hvers vegna við ættum orðið þetta líka fína mótorhjólaátfitt en engin hjól (nema Freydís ofcourse sem þeysir um allar heiðar í skjóli nætur).

Ég lofaði að herða mig við bloggskrif eftir miklar skammir og þó ég reyndi að verja mig með því að segja að það gerðist ekki margt hjá mér í augnablikinu (atvinnulaus grasekkjuhúsmóðir) þá var mér sagt að það væri nákvæmlega ENGIN afsökun ég gæti bara skrifað "ég er enn á lífi". Sem sagt ég er enn á lífi hehe

Skakki er að vísu kominn heim, birtist á glugganum seint í gærkvöldi og bað um að vera hleypt inn. Ég var að nærri búin að hringja á lögguna til að láta hirða þennan gluggagæi þegar ég fattaði að ég þekkti röddina. Hann heppinn þar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger