Í janúar hringdi einhver frá Mogganum og bauð kynningaráskrift. Skakki ákvað að mér þætti skemmtilegt að lesa Moggann svona í atvinnuleysinu og sagði já. Ég settist niður og byrjaði að hlakka til. Tilhlökkunin stóð ekki lengi yfir því það kom bara eitt blað... einn laugardag. Þetta var sem sagt kynningaráskriftin. Skakki sagði mér að hringja og kvarta en ég nennti því ekki því mig langaði ekkert í þessa áskrift hvort eð var. Nema svo líður og bíður og í vikunni hringdi einhver kona til að athuga hvernig mér hefði líkað kynningin. Ég sagði sem var að þetta eina blað hefði verið fínt en ég gæti náttlega ekkert dæmt um hvernig blaðið hefði verið hina dagana. Nema konan verður svona fjúkandi reið og haugskammar mig fyrir að hringja ekki og láta vita. Hvrning þeir eigi að vita að blaðið komi ekki ef enginn láti vita. Ég sagði henni á milli skammanna að mér væri eiginlega alveg sama og hvort það væri virkilega mér að kenna að blaðið hefði ekki komið? Þetta hefði verið kynning frá þeirra hálfu og fyrir mig væri það ágætis kynning til að kaupa EKKI blaðið, ef þeir gætu ekki sent það til mín þegar um kynningu væri að ræða og þeir að reyna að lokka mig til sín hvernig í ósköpunum ég ætti þá að draga þá ályktun að blaðið kæmi eitthvað frekar þó ég borgaði fyrir það? Þetta væri kynningin sem ég þyrfti. En þetta gerði konuna bara reiðari og hún var virkilega ósátt við mig. En í lok samtalsins sagði hún samt: Jæja en við erum með kynningartilboð þar sem fólk borgar bara xxx hefður þú áhuga... nema þarna greip ég fram í fyrir henni og spurði: "helduru virkilega að ég hafi áhuga???" ... Ég sem sagt kaupi ekki Moggann í dag!
08 mars 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka