Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 febrúar 2007

Skakki er dóni. Það er langt síðan ég fattaði það en ég verð alltaf jafn hissa þegar ég rekst á dónaskapinn í honum. Í gær sagði ég honum að ég ætlaði að byrja í leikfimi á næsta fimmtudag. Hann vildi vita hvar ég ætlaði að stunda þetta:

Skakki: Hvert ætlið þið að fara?
Meinvill: Bara í Hress, það er næst okkur.
Skakki: Nei það er ekki næst.
Meinvill: Nú?
Skakki: Nei, það er annað nær.
Meinvill hugsar og hugsar en man ekki eftir neinu

Meinvill: Hmm, hvað er það?
Skakki: Bjarkirnar!
Meinvill: Bjarkirnar?
Skakki: Já
Og histist af hlátri
Meinvill: Bjarkirnar? Hvaða rugl er í þér?

Og þá fattaði ég málið. Ég sagði honum nefnilega frá því er MAB sá slæðufimleika eldri kvenna á einhverri fimleikasýningu og við erum búnar að hlægja ekkert smáræðis að því. Nú sem sagt sér ástkær eiginmaður minn mig í anda djöflast um gólfið hjá Björkunum með langar slæður í höndunum að reyna að endurheimta glataða æskutíma. Einmitt! Bölv. dóninn!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger