Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 janúar 2007

Skakki hefur verið að gera grín að mér að undanförnu. Hann telur að ekki verði mikið að framkvæmdum varðandi styrkingu líkamans vegna þess að það sé ekki nóg að gera ÁÆTLUN um þessi efni. Það verði líka að koma sér af stað og GERA hlutina. Hvað er að honum? Það er ekki eins og ég sé alltaf að gera áætlanir, hinsvegar skal viðurkennast að ég geri heilmargar áætlanir um að gera gera áætlanir. Ég er með margar hugmyndir að áætlunum í kollinum þessa dagana en ekki byrjuð á neinni þeirra. Ég fékk nefnilega það ráð í upphafi atvinnuleysisins að ég ætti að taka mér frí til mánaðarmóta og líta á það sem vetrarfrí. Þetta finnst mér þrusugott ráð og þar sem mánaðarmótin eru enn ekki komin þá er ég enn í fríi og ekki byrjuð á þessum áætlunum. En þær koma. Er líka að reyna að koma mér í lærdómsgírinn því það er heilmikið að læra. Ég sá líka að það er verið að auglýsa eftir fræðslustjóra í ákveðnu fyrirtæki. Það væri nú soldill húmor að sækja um þá stöðu, sérstaklega í ljósi þess að fráfarandi starfsmaður sagði upp til að fara í gamla starfið mitt.. Haha, ég held ég láti það samt vera ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger