Vetrarfríið er að verða búið! Bara einn dagur eftir og svo tekur alvaran við... lengra vetrarfrí hehe. Í dag er námskeiðsdagur og ég er að fylla skólatöskuna af heimaverkefnum. Eins gott að ég er heimavinnandi annars hefði ég bara ekki tíma fyrir þetta (sagt með kaldhæðnislegum tón). Molinn var að hjálpa mér að ganga til í gær. Honum finnst óttalegt drasl hjá mér og að ég sé lengi að ganga frá þessu. þannig að hann tók til sinna ráða og mokaði öllu sem hann fann upp í hillur. Ekki endilega það sem ég hefði viljað en maður verður samt að þakka fyrir alla hjálp sem maður fær, þó hún sé eiginlega frekar óhjálp en hitt. Þetta var nýyrði...óhjálp. Það þýðir sem sagt hjálp í ranga átt. Hann kmeur aftur á morgun og þá verð ég að vera búin að þessu sem ég er að gera svo ég fái ekki meiri hjálp.
Núna er best ég drífi mig að skrifa markmiðin í þessu lífi, þess er krafist fyrir tímann í dag.
Núna er best ég drífi mig að skrifa markmiðin í þessu lífi, þess er krafist fyrir tímann í dag.