Ekki bætti slúður dagsins dapurlyndi og bölsýnina hjá mér. Slúður dagsins er að Kínverjarnir eru búnir að afgreiða næstu upplýsingar sem þeir gera einu sinni í mánuði og í þetta skipti tókst þeim að afgreiða HEILA níu daga. Já níu dagar á mánuði. Ég gæti lagst í svarta holu og grafið mig þar og neitað að hreyfa mig. Hitti konu í gær sem er að fara að eigast annað barnið sitt eftir 2 vikur ca. Þegar ég byrjaði að reyna var fyrra barnið ekki einu sinni hugmynd hjá henni. Núna er hún að fá barn númer tvö. Fyrirgefið en mér finnst heimurinn EKKI sanngjarn. Með þessu áframhaldi fáum við upplýsingar næsta sumar eða seinna. Síðsustu bölsýnisspárnar sem ég neitaði að hlusta á sögðu að við fengjum upplýsingar í nóvember .. Á NÆSTA ÁRI. Ég neitaði að hlusta þegar þetta kom fram en so far hafa allar bölsýnisspárnar ræst og af hverju ekki þessi líka? Ég bara meika þetta ekki
25 ágúst 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka