Þá fer að styttast í að Skakki haldi í útlegðina sína og kveðji landið þetta sumarið. Yfirmennirnir hans segja að hann eigi að vera í tvo mánuði en ég tek það nú svona með fullri varúð. Síðast þegar hann fór átti hann nefnilega að vera í fimm vikur en var í þrjá mánuði. Ég reikna því ekki með honum fyrr en í haust..lok sept eða október. Hann nær samt tóneikunum á miðvikudaginn og við ætlum að reyna að komast í fyrstu sprauturnar okkar á fimmtudaginn. Hjúkkan sagði að það væri gott að byrja bara sem fyrst þannig að við séum búin með eitthvað sex mánaða prógram áður en við förum út, það sé alltaf hætta á að fólk gleymi sér ef það á eitthvað eftir þegar það kemur heim. Þetta verður því afskaplega skemmtileg vika hjá mér..sprautur og nýliðakynning en það flokkast sem uppáhaldsverkefni mín í vinnunni.
15 maí 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka