Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 apríl 2006

Þetta eru búnir að vera mestu leti páskar sem ég hef upplifað í mörg, mörg ár. Ég er búin að lesa margar bækur, horfa á nokkrar myndir, laga pínulítið til og sofa. Er ekki viss um að Skakki blessaður hafi fílað þessa páska eins vel og ég (hehe) því hann er ekki eins mikið fyrir letilífið. En mér er búið að líða gjörsamlega frábærlega fram að þessu. Hann bjargaði sér úr letilífinu með því að elda í 8 tíma á laugardaginn en þá vorum við með matarveislu þar sem boðið var upp á þrjá kínverska rétti sem allir eru jafn seinundirbúnir (mu zu pork, súrsætt svín og ants climbing trees) . Það skal þó viðurkennast að ég fór reglulega og bauð fram hjálp mína en hún var afþökkuð í hvert skipti. Fékk samt að þvo skálar og pönnur með reglubundum hætti því við eigum ekki nógu margar skálar til að duga í 8 tima eldamennsku!

Ég er búin að klára eina peysu fyrir ungann litla sem ætlunin er að nota í flugvélinni á leiðinni heim, þegar við verðum 19 tíma á ferða lagi. Verður að vera mjúk og notaleg föt í svoleiðis ferðalagi. Þarf líka að finna mér mjúk og notaleg föt en hef líklegast hálft ár til að finna þau (haha).

Sænsku nýbúarnir hafa snúið aftur til síns heima. Það var miður. Það er erfitt að sjá fólkið sitt bara einu sinni á ári í örskamman tíma. Snorri er að verða myndarlegasti sænski nýbúi sem ég hef séð og Rannsan er bara sæt og krúttleg. Hún fer í skóla í haust. Úff tíminn líður svo hratt.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger