Ótrúlegt en satt, ég hef bara gleymt að blogga! En ég hef mér þá aumu afsökun að hafa ekkert verið nálægt tölvum að ráði síðan í síðustu viku. Fór um helgina inn heilsuferð STAR og þar var sko virkilega tekið á því. Heilsuganga sem var 8,13 km og heitur pottur þar sem setið var með maska á andlitinu og við yngdumst allar um mörg, mörg ár. Allar fengu framköllun líka þannig að við litum sko út eins og flottustu filmstjörnur. Síðan var náttlega borðað eins við ættum von á því að morgundagurinn rynni ekki upp í bráð.
Í gær tókst mér svo að fljúga til Eyja. Þar var sól og sumarylur og allir í góðu formi held ég bara. Mjög fínt barasta.
Í gær tókst mér svo að fljúga til Eyja. Þar var sól og sumarylur og allir í góðu formi held ég bara. Mjög fínt barasta.