Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 desember 2005

Jólin eru nú dásamlegur tími. Frí og góður matur og góðir vinir og fjölskylda. Jájá nóg um það. Nú er hverdagsleikinn byrjaður aftur og vinnan á fullu. Skakki er að vísu í fríi og sökum öfundar þá lét ég honum eftir heimaverkefni eða þannig. Ég ætla bara að vinna í tvo daga á milli jóla og nýárs, hina ætla ég að vera í fríi ætla meira segja að vera í fríi frá ræktinni. Ég fór í morgun og var bara nokkuð góð með mig. Það eru nefnilega mörg persónuleg metin sem ég hef verið að slá síðustu átta vikurnar. Ég er að hugsa um að setja mér fyrir nokkuð erfitt prógramm á komandi ári, er ekki alveg búin að úthugsa það en það kemur svona með kalda vatninu.

Mig langar heim á nýja koddann minn. Það er svo ógeðslegt veður að það eina sem mann langar að gera er að fara heim og kúra og lesa. Það er hinsvegar ekki í boði þannig að best að halda bara áfram að vinna (eða byrja kannski bara)!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger