Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 desember 2005

Síðasti vinnudagur ársins 2005 er í dag. Í rauninni er örstutt síðan síðasti vinnudagur ársins 2004 rann upp. Árin eru eitthvað svo fljót að líða að fyrr en varir verður runninn upp síðasti vinnudagurinn. Hmmm kannski aðeins of snemmt að vera að hugsa um hann núna en ég vildi samt að það væri kominn maí á næsta ári. Mig langar nefnilega í sól og sumaryl og laaaangt frí. Ekki svona langt helgarfrí heldur alvöru frí. Ég nefnilega nenni ekkert að vinna núna enda ekki skrítið, í gærdag hringdi hvorki hjá mér síminn né heldur fékk ég tölvupóst. Sem er auðvitað lygi því ég man núna að ég fékk eitt eða tvö bréf en ég nennti varla að lesa þau. Hvað gerir maður (kona) í svona stöðu nema leggjast í enn meiri leti?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger