Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 desember 2005

Þá er enn ein helgin liðin og óðum styttist til jóla. Ég er búin að draga upp jólatöskuna sem ég keypti í ágúst og geng nú um með buxur jólasveinsins upp á arminn..mjög jólalegt. Vona samt að hann sakni þeirra ekki mikið. Við Skakki fórum í góðra vina hópi á jólahlaðborð á laugardagskvöldið og það var mjög gott. Mér finnst jólamatur góður. Endaði að vísu á helv. mokkatertu og verð að segja að mér finnst að það eigi að merkja þær sérstaklega svo fólk geti forðast svona eitur. Þetta var nærri búið að eyðileggja fyrir mér ánægjuna af matum að enda með þetta óbragð.

Flosi kallinn fékk líka nafnið sitt með hátíðlegum hætti um helgina og það var líka skemmtilegt. Hann var voða fínn og flottur.

En nú vantar mig morgunmat svo frekari fréttir verða að bíða.. ég er að verða hungurmorða og hana nú!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger