Það eru nú fleiri ruglaðir en ég. Vekur mér alltaf smá gleði þegar ég man eftir því. Í gær t.d. fékk ég mánudagsfréttablaðið aftur þó það væri þriðjudagur og komið allt annað í fréttir. En kannski voru bara sömufréttirnar og þeir senda því bara sama blaðið aftur til að spara öllum vinnu; þeir þurfa ekki að vinna blaðið og ég þarf ekki að lesa það. Bara soldið góð hugmynd svona á síðustu og verstu tímum. Ég hélt að vísu að ég hefði ruglast og varð að leita að mánudagsblaðinu sem kom á mánudeginum en þetta var samt rétt hjá mér. þarna sparaði ég nokkrar mínútur sem annars hefðu farið í að lesa blaðið!
Skakki var að koma heim eftir dagsverkið í vinnunni. Ágætis dagsverk tæpir 26 tímar haha aðrir taka þetta á þremur dögum en hann bara klárar þetta í einni lotu. Hann er kannski í bandalagi með fréttablaðinu að spara tíma?
Skakki var að koma heim eftir dagsverkið í vinnunni. Ágætis dagsverk tæpir 26 tímar haha aðrir taka þetta á þremur dögum en hann bara klárar þetta í einni lotu. Hann er kannski í bandalagi með fréttablaðinu að spara tíma?