Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 nóvember 2005

það er brjálað að gera á litla heimilinu í útjaðri höfuðborgarinnar. Skakki er búinn að rífa af allar hurðir og við erum að pússa þær og lakka. Allar hurðir það er að segja skápahurðir þar með talið eldhússkápahurðir. Eiginlega var ekki vanþörf á en mikið svakalega er þetta seinlegt þegar plássið er svona lítið eins og hjá okkur. Það er varla hægt að ganga um núna fyrir hurðum og málingadósum og fötum sem eiga að vera í skápnum en geta ekki verið þar af því það er verið að mála. Úff, svo verður málað herberið og sett á það parket.. það verður svo flott um jólin að við getum ekki blótað!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger