Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 nóvember 2005

Helgin var alltof stutt, endurtek alltof stutt. Leit á klukkuna klukkan fimm í gærdag og fattaði að helgin var að verða búin og ég ekki hálfnuð með allt sem átti að gera. Sat samt á laugardag og föndraði jóladót með Skjaldbökunni og Molanum. Hann hefur miklu meira hugmyndaflug en við og teiknaði því fíla og sebrahesta og allir voru þeir með typpi. Ég átti erfitt með að sjá sebrahesta út úr myndunum og hvað þá svoleiðis smáatriði en hann fullyrti að þetta væri mikilvægt! hvað þetta tengdist jólunum veit ég hins vegar ekki en hvað veit ég svo sem?

Við fórum líka og keyptum smellupast á gólfið í herberginu og nú er að finna tíma til að setja það á. Sunnudagurinn fór í að pússa þröskuldana. Þeir eru nú ekkert smáflottir. Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að pússa þetta drasl upp..svona veit mar lítið. Ekki hafði ég lesið neitt í bók um þetta...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger