Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 ágúst 2005

Ég er eitthvað svo annarshugar þessa dagana að ég get ekki byrjað á neinu. Finnst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað en það sem ég er að gera. Ætli ég sé nokkuð búin að fara í sumarfrí? ó mæ, ó mæ ég þyrfti nú eiginlega að fara í smáfrí til að útrétta eða þannig. Skakki kallinn er búinn að kaupa sér nýtt dót. Síminn hans nefnilega varð fyrir áfalli um daginn og hætti að virka. Hann hringdi jú, en hringingin var frekar þreytuleg og hás og lítið heyrðist í viðmælandanum. Hann fór því og keypti nýjan síma. þessi er æði fínn með myndavél svo nú er hann búinn að sitja sveittur og búa til myndablogg. Ofsalega verður skemmtilegt fyrir ykkur að fá að fylgjast NÁKVÆMLEGA með öllum okkar athöfnum haha
Bubbles

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger