Mig vantar að komast heim og fara í bað. Eða fara í sturtu hér bara. Nei mig langar heim. Þarf að koma við í Virku eða Vogue og kaupa nýjan rennilás því hinn var of stuttur og samt mældi ég peysudrusluna. Svona er lífið. Veit ekki hvort þið almennt verslið í Virku en mikið agalega finnst mér aumingja konurnar eitthvað leiðar á vinnunni sinni. Þær svona hálfhvæsa á hver aðra og ef mar biður um aðstoð þá er horft í gegnum mann og hluturinn afgreiddur með þjósti. Hefur þetta alltaf verið svona? Ég hef ekki saumað svo lengi að ég er alveg dottin út úr þessari menningu. Lá við að ég bæðist afsökunar á því að ætla að kaupa einn rándýran rennilás og ekkert fleira.
23 ágúst 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka