Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júlí 2005

Ég er loksins farin að skilja af hverju ég er fædd á Íslandi hinu góða. Ég hef nefnilega velt því mikið fyrir mér í gegnum tíðina af hverju ég fæddist ekki í einhvejru heitara landi. En síðustu dagar hafa fært mér þann skilning að ég er gerð úr köldu efni og þoli ekki svona mikinn hita. Ég verð eiginlega algjörlega and- og verklaus í þessum hita. Ég er samt búin að labba 41 km af þessum hundrað sem ég setti mér sem takmark. Mér finnst það nú bara nokkuð gott þó ég segi sjálf frá, aðallega vegna þess að undanfarin ár hef ég lagst fyrir og ekki hreyft mig nema til að leita vista. Þriðjudagsgönguvinafélagið fór í gær í sína vikulegu þriðjudagsgöngu og verður að viðurkennast að hópurinn er alveg einstaklega skemmtilegur og glæsilegur á göngu:

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger