Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 mars 2005

Á laugardagskvöldið þá brá ég undir mig öðrum fætinum og skellti mér á Hótel Holt að borða. Skakki ætlaði að hafa pylsur en mig langaði ekki þær þannig að ég fór bara á Holtið. Þar fékk ég einhvern afmælismatseðil sem var alveg brilljant. Þetta voru svona margir réttir sem hafa verið á matseðli Holtsins sumir hverjir í 40 ár. Allt svona miniturar af mat og allt rosa gott. Ég át meira segja snigilinn og rétt mundi eftir að skyrpa út úr mér skelinni. Ég gæti alveg borðað þarna á hverjum degi því maturinn var svo góður.

Eftir matinn fór ég á NASA. Hef aldrei ratað þar inn fyrr og er helst á því að ég verði ekkert alltaf þar.. þó ég verði alltaf á Holtinu. Paparnir voru að spila og þeir voru skemmtilegir en það er einhvernveginn þannig með taktinn hjá þeim að það er eins og maður festist í einhverju hliðar saman hliðar spori og komsit ekki úr því aftur. Gaman samt. Það var einn maður nærri dáinn á fótunum á mér enda eru þetta glæsileggir sem ég er með og engin furða að maðurinn missti sig. Ég var samt hræddust um það að hann myndi æla á mig áður en hann var fjarlægður af skeleggum dyravörðum. Þarna var alla vega fólk, bæði mjótt og feitt og lítið og stórt, gamalt og ungt. Sem sagt allavega fólk. Mér var samt farið að leiðast eftir smátíma. Fannst þetta nú eiginlega frekar tilgangslaust allt saman og lítið breyst síðan ég stundaði staðina grimmt fyrir 104 árum eða svo. Held ég hafi ekki misst af neinu við að flytja í sveitina og hætta að fara á böll.

Skoðum kökur á sunnudag. Mikið gaman.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger