Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 mars 2005

Í morgun fór ég til hómópata. Það var merkileg lífsreynsla. Konan pikkaði í hendina á mér í hálftíma og sagði mér síðan hvað væri að í mínu lífi. Ég fékk langan lista af drasli sem ekki er gott fyrir mig að borða og neðst á þeim lista er ÁFENGI. Jahá.. það verður nú erfitt að hætta því.. En á listanum voru líka sveppir og kartöfflur. Það verður erfiðara. Ég hélt um daginn að ég væri að breytast í svepp því ég er farin að borða svo mikið magn af sveppum. Þá væri ég örugglega hattsveppur eða berserkjasveppur.

En nú hefst nýtt líf með eintómum leiðindum. Ekkert gaman að borða. Eintóm leikfimi öllum stundum og þess á milli að skrifa ritgerð. Þetta hljómar óspennandi.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger