Þar sem Skakki hefur ekki sinnt sínu hlutverki að verma rúm mitt æði lengi þá varð ég að leita á aðrar slóðir. Ég var því með næturgest í nótt. Þessi gestur er ekki hár í loftinu en þeim mun plássfrekari í rúmi. Nóttin fór aðallega í það að plokka litlar tær út á milli rifbeinanna á mér. Frekar óþægilegt! Verð að viðurkenna að þrátt fyrir allt fer Skakki betur í rúmi, hann liggur nefnilega kjur á sínum bletti. Ég er heppin að vera ekki taugaveikluð kona (!) því þegar ég opnaði augun voru stór brún augu sem störðu beint inn í mín og það var ekki sentimetri á milli minna augna og þessara brúnu.
18 desember 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka