Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 júlí 2004

Fór í matarboð í gær hjá foreldrum mínum. Þar voru staddir sænski nýbúinn og þrír sænskir vinir hans. Þeir voru allir þreyttir. Þeir þjáðust allir af samkvæmisónotum, ekki þó nýbúinn en honum fannst þetta fyndið mjög. Sagði að þeir væru eins og kálfar sem hefði verið hleypt út að vori. Hann fór með þá í íslenskt sumarpartý á laugardagskvöldið og þaðan fóru þeir í bæinn. Hann fór heim seint um nóttina eða snemma um morguninn eftir því hvernig á það er litið. En Svíarnir eru eru frá litlum bæ og óvanir því að skemmtistöðum sé ekki lokað, þeir sátu sem fastast þar til þeir voru orðnir einir eftir klukkan átta um morguninn. Þess vegna voru þeir þreytulegir í gærkvöldi og nýbúanum sem eitt sinn hefði ekki þótt tiltökumál að skemmta sér alla nóttina, honum fannst þetta fyndið.

Skakki fór hinsvegar að veiða á laugardaginn og var burtu fram á sunnudagsnótt. Hann veiddi fullt af fiskum sem hann gaf foreldrum sínum. Helsta afrek hans í veiðiferðinni var þó að mínu mati það að sólbrenna á handarbökunum. Ef hann hefði ekki verið með fiskana í poka þá hefði ég haft hann grunaðann um að hafa verið að lyfta glasi allan laugardaginn því er það ekki eina athöfnin sem veldur því að fólk brennur á handarbökunum? En kannski hefur hann bara keypt fiskana haha
 Fishing 

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger