Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2004

Hatturinn minn virkar flott. það rignir ekkert á hálsinn þegar mar er með hann á höfðinu. Þetta er frábær regnhattur enda seldur sem sjóhattur. Nú má hætta að rigna aftur! Hey það MÁ hææættttaaa... hætta núna sko..

hmm held þetta hafi ekki virkað.. vona að þið hafið ekki ætlað í útilegu stelpur haha, ég ætla sko ekki í útilegu og er því sama um rigningu. Þið hefðuð kannski átt að kaupa ykkur hatta?   Sinister

 
Party TimeAuður á afmæli í dag, til hamingju með það  

Amma mín með mörgu nöfnin hefði líka átt afmæli í dag. Hún hefði orðið 95 ára.  Er það ekki tilefni blómakaupa? Flowers  Ég held það barasta. Annars keypti ég þessi fínu blóm um daginn og Skakki sá þau ekki fyrr en ég benti honum á þau síðar um kvöldið og síðan er hann búinn að reyna að henda þeim á gólfið hvenær sem ég lít undan...

Ég er búin að eignast sjóhatt og ég er búin að eignast golfkylfur! Nú er það næsta mál á dagskrá en núna vantar mig ekkert meira en svarta striga/íþrótta/sport skó. Jamm, það er must í mínu lífi í augnablikinu. Ég þarf eiginlega að fara í bæinn og skoða svoleiðis útbúnað. Hver getur verið kona með með mönnum á þessu hausti án þess að eiga slíka skó?????

Og meðan ég er í þessari skóumræðu, hvað er þetta eiginlega með þessa nýju skótísku? Það er bara alveg orðið illmögulegt fyrir dverga eins og mig að fá skó sem hækkar mann í loftinu. Já ég veit að ég get keypt skó með 20 cm hælum og mjórri tá en sá tími er bara búinn og fæturnir mínir vilja ekki svoleiðs skó lengur. Þeir fengu nóg þegar þeir voru pönkarar í þá gömlu góðu daga. Þá þurfti að kaupa alla skó númeri of stóra því táin var svo mjó að það var ekki pláss fyrir tærnar.

Gosh ég held að rigningin sé að aukast. Ætti ég að fara út aftur með hattinn ???? haha





script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger