Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 mars 2004

Ég er búin að taka skokkið mitt í dag. Það er nefnilega stærðarnámskeið næstu 4 daga og það þurfti að skipuleggja ýmislegt og þar sem kennslustofan er ekki beint í alfaraleið þá er ég búin að hlaupa fram og til baka í allan morgun og sækja ýmsa smáhluti. Var enda orðin sársvöng klukkan tíu, eiginlega á hungurmörkunum. Þá er nú gott að eiga appelsínuna frá því í gær.

Það má ekki falla snjókorn úr lofti án þess að allt verði vitlaust. Ég keyrði fram á tvo í morgun sem voru svo kyrfilega út af að það var næstum því fyndið. Annar var meira að segja á hvolfi. Kannski var hann að flýta sér á Kentucky og ekki vitað að þeir opna ekki fyrr en 11 (hann var við beygjuna hjá Kentucky við Smáralind).

Við erum að fara til útlanda en okkur vantar eiginlega ferðatöskur. Við ætlum ekki að kaupa neitt en þessar örfáu tuskur sem við eigum þurfa samt að fara í tösku því það er svo halló að fara bara með plastpoka haha. Er því að leita mér að ferðatöskum á góðu verði, allar upplýsingar vel þegnar. Ég er nefnilega töskuböðull og er búin að skemma töskuna hans hr.Meinvills og margeyðileggja mínar. Núna vil ég hafa skynsemina í fyrirrúmi og kaupa með góðum hjólum, ekki of stóra og helst ókeypis haha reikna ekki með að hægt verði að uppfylla síðasta skilyrðið.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger