Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 janúar 2003

Þá er það moldviðrið! Ég ætlaði að blogga á laugardaginn og upplifa það að ég ætti ammili onlæn en það var svo mikið að gera hjá mér að ég hafði engan tíma ;( en ég er alla vega búinn að eiga þetta frábæra ammili!
Ég vil hér með þakka öllum sem studdu mig í gegnum þennan erfiða tíma (hehe) en svona í alvöru þá segi ég hér með takk takk þetta var hreint frábær dagur!
Haukurinn gaf mér ferð til London um páskana og Armour sá til þess að vinnufélagarnir gáfu mér fullt af pundum og því mun ég sitja á einhverri gamalli krá og skála þeim til handa ohhhh verður gaman!
Nornirnar gáfu mér ný spil. Ég átti svona spil þannig að ég fór og skipti og fékk þessi fínu injánaspil og nú eru það hinir miklu andar himins og jarðar sem munu fylgja mér. Og hey galdrabókin góða..núna verð ég eins og þær í tjarm myndunum á skjá1.!!!!!! (vantar að vísu sítt hár) Þetta er sko kukl í lagi!! Stór bók með göldrum og galdraþulum!! úlalala
og ég er komin með nýjan skanna ;))))) Líf mitt er fullkomið (hér er ekki verið að biðja um mikið). Þessi skanni tekur líka filmur og slæd myndir þannig að ég ætla ekki að vera mönnum sinnandi næstu vikurnar haha (eins og skólinn hlusti á það)!
Og ég heyrði frá fullt af fólki; Árni og María í Danmörku, Dóri og Co í Svíþjóð, Ásdís og Co í Þýskalandi, Unnur Hólmavík, Auður Vestmannaeyjar, Kristín og Auður úr VK, Ásdís Sigurjóns!
Á tímabili held ég að okkur Hauknum hafi gjörsamlega fallist hendur því það komu svo margir og á allir á sama tíma og blómin maður! Íbúðin er eins og grafhýsi (hehe)
Þetta er fínt í bili ;)))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger