Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 janúar 2008

Mér reiknast svo til að í dag gæti ég verið hálfnuð með ævina..úff og oh mæ god. Það væri því kannski ágæt hugmynd að fara að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Æi það er ekki satt, ég ákvað það á milli jóla og nýárs og er nú byrjuð að vinna að því í samráði og samstarfi við aðra óákveðna konu. Tekur smá tíma en verður skemmtilegt og furðulegt.

Mér finnst pínu erfitt að vakna svona snemma eins og ég geri núna en það hlýtur að venjast. Litlu dömunni minni finnst það líka erfitt en hún er hætt að sofna á kvöldin ;( En það hlýtur líka að lagast þegar hún fer að venjast þessum breyttu aðstæðum.

Spákellan sem hefur sent mér póst undanfarin ár tvisvar til þrisvar í mánuði sendi mér auðvitað póst í morgun. Hún er þess fullviss að í tilefni dagsins þá sé allt að breytast hjá mér. Á þessu ári verði ég rík, hætti að verða einmana og ástarlífið dafni. Ég vissi nú ekki að ég væri svona einmana en það er samt gott að vita að það standi til bóta því maður á aldrei of marga vini. Hún fullyrðir að peningarnir fari að streyma til mín og þá er best að fara bara að hugsa um að þeir geri það því samkvæmt þessari leiðinlegu Secret bók (sem ég kemst bara ekki í gegnum hvernig sem ég reyni) þá er það nóg til að örva alla hluti. Ef þeir koma ekki þá er næsta víst að ég hef hugsað eitthvað neikvætt líka og það skal sko alls ekki gerast... nei nei héðan í frá eru það bara jákvæðar hugsanir sem gilda!

Byrja í dag! Frábær dagur og allt frábært framundan.. (ætli þetta sé nóg?)!

ps.. ef þið viljið sjá flínkustu stelpu í heimi borða með prjónum þá kíkið á þessa síðu neðst á 16. janúar, þar er hreyfimynd af snillingnum okkar að borða kjúkling og núðlur

16 janúar 2008

Tveir fyrstu dagarnir í nýja starfinu eru liðnir. ÚFF ÚFF ÚFF Ég var búin að gleyma hvað það erfitt að byrja í starfi sem er allt öðru vísi en allt sem maður hefur gert áður. Ég er eins og undin tuska, hálfsef yfir fréttunum og geyspa stöðugt allt kvöldið, vinn á hálfum afköstum. Mjög skemmtileg held ég bara, skemmtilegri en venjulega bara. Annars var það mjög fyndið í dag að það komu nýjar gardínur fyrir gluggann á skrifstofunni minni. Stjórnendurnir höfðu miklar áhyggjur af gardínuleysinu og komu nokkrum sinnum við til að segja mér að þær væru bara rétt að koma. Nema svo fer frúin frá í klukkutíma og kemur svo brunandi aftur og hendir sér fyrir framan tölvuna. Það líða nokkrar mínútur og þá birtast þrír karlmenn ægilega ánægðir á svipinn og einn segir.."er þetta ekki bara fínt?".. Ég lít upp og horfi undrandi á þá og svipurinn á mér sýndi að ég hafði ekki hugmynd um hvað þeir væru að tala, því þeir líta allir á gluggann og benda á nýju gardínurnar.. og ég stari á þær alveg hissa. Nema einn segir, ... "hva..sástu ekki að þær voru komnar?" og ég neyddist til að viðurkenna að ég hefði bara alls ekki séð þær..hey það eru ekki allar konur uppteknar af gardínum... komm onn!


Powered by Blogger