Tveir fyrstu dagarnir í nýja starfinu eru liðnir. ÚFF ÚFF ÚFF Ég var búin að gleyma hvað það erfitt að byrja í starfi sem er allt öðru vísi en allt sem maður hefur gert áður. Ég er eins og undin tuska, hálfsef yfir fréttunum og geyspa stöðugt allt kvöldið, vinn á hálfum afköstum. Mjög skemmtileg held ég bara, skemmtilegri en venjulega bara. Annars var það mjög fyndið í dag að það komu nýjar gardínur fyrir gluggann á skrifstofunni minni. Stjórnendurnir höfðu miklar áhyggjur af gardínuleysinu og komu nokkrum sinnum við til að segja mér að þær væru bara rétt að koma. Nema svo fer frúin frá í klukkutíma og kemur svo brunandi aftur og hendir sér fyrir framan tölvuna. Það líða nokkrar mínútur og þá birtast þrír karlmenn ægilega ánægðir á svipinn og einn segir.."er þetta ekki bara fínt?".. Ég lít upp og horfi undrandi á þá og svipurinn á mér sýndi að ég hafði ekki hugmynd um hvað þeir væru að tala, því þeir líta allir á gluggann og benda á nýju gardínurnar.. og ég stari á þær alveg hissa. Nema einn segir, ... "hva..sástu ekki að þær voru komnar?" og ég neyddist til að viðurkenna að ég hefði bara alls ekki séð þær..hey það eru ekki allar konur uppteknar af gardínum... komm onn!
16 janúar 2008
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka